Innlent

Glæsibifreiðarnar voru tryggðar hjá TM og Sjóvá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tapi.
Ragnar segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tapi.

Glæsibifreiðarnar sem brunnu í Vogum við Vatnsleysuströnd í gærmorgun voru tryggðir hjá Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá. Eins og fram kom í fréttum í gær voru bifreiðarnar flest allar nýjar og voru þar meðal annars einn Hummer, tvær BMW bifreiðar og Dodge Viper. Ragnar Magnússon, eigandi bílanna, segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tjóni. „Við erum með mann í því að skoða málið," sagði Högni Guðmundsson, hjá tjónaþjónustu Tryggingamiðstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×