Innlent

Jólaútvarp í Borgarbyggð

Stjórn NFGB við upphaf útsendinga í morgun.
Stjórn NFGB við upphaf útsendinga í morgun. MYND/Félagsmiðstöðin Óðal

Krakkar í Borgarbyggð hafa í samvinnu við félagsmiðstöðina Óðal hrundið af stað jólaútvarpi og hófust útsendingar þess í morgun. Á dagskrá eru meðal annars hádegisfréttir, veður og hádegisviðtal, en auglýsingar eru frumsamdar og lesnar eða leiknar af krökkunum sjálfum.

Sent er út á FM 101,3 og á netinu á slóðinni www.odal.borgarbyggd.is.

Það eru nemendur unglingadeildar Gagnfræðaskólans sem standa á bakvið útvarpssendingarnar. Efni stöðvarinnar er að einhverju leiti þættir sem unnir hafa verið í íslensku í skólanum.

Yngstu bekkirnir eru einnig með þætti þar sem þau lesa og syngja. Þá verður einnig bein lýsing frá leik Skallagríms og Keflavíkur næsta fimmtudag.

Lokahóf verður að loknu verkefninu fyrir alla sem komu við sögu útvarpsins og er þetta partur af jólastemningu Borgnesinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×