Innlent

ASÍ kynnti SA áherslur sínar í kjaraviðræðum

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. MYND/Valli

Alþýðusamband Íslands átti í dag fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem farið var yfir sameiginlegar áherslur aðildarfélaga ASÍ í komandi kjaraviðræðum.

Um er að ræða sameiginlegar kröfur aðildarfélaganna en þetta er í fyrsta sinn sem landssamböndin fimm sem mynda hryggjarstykkið í ASÍ og stærstu aðildarfélög leggja fram sameiginlegar áherslur gagnvart Samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni. Stærstu aðildarfélögin hafa síðan sett fram sínar eigin kröfur á hendur SA.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá ASÍ leggur sambandið aðaláherslu á að verja kaupmátt og styrkja stöðu hinn lægst launuðu. Þá vill ASÍ að allar uppsagnir verði hér eftir rökstuddar, að liðkað verði fyrir greiðslu launa í erlendri mynt og að fyrirtækjum verði óheimilt að banna starfsmanni að fara til starfa hjá samkeppnisaðila nema í algjörum undantekningatilfellum. Auk þessa er lögð áhersla á að aðilar vinnumarkaðarins finni sameiginlegar leiðir til að uppræta launamun kynjanna.

Forsvarsmenn ASÍ funda með ríkisstjórninni síðar í vikunni og þar sem áherslur sambandsins í efnahags- og félagsmálum verða kynntar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×