Innlent

Viðbrögð við heimsfaraldri innflúensu æfð

Viðbrögð við heimsfaraldri inflúensu eru æfð um allt land í dag. Í tæp tvö ár hefur verið unnið að áætlun um hvernig brugðist verði við ef slíkur faraldur kemur hingað til lands.

Heimsfaraldrar inflúensu ganga yfir á nokkurra áratuga fresti. Síðan í febrúar 2006 hefur hér á landi verið unnið að undirbúningi sérstakrar áætlunar um hvernig brugðist verður við ef slíkur faraldur brýst út. Alls taka um hundrað manns þátt í æfingunni í dag en þeirra á meðal eru sóttvarnarlæknir, lögreglustjórar og starfsfólk sjúkrahúsa. Æfingin hófst klukkan átta í morgun og stendur til sex og er æft á sextán stöðum á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×