Innlent

Síld sést í höfninni á Búðardal

Sést hefur til síldar í höfninni í Búðardal, við botn Hvammsfjarðar, sem heimamönnum þykja undur og stórmerki, enda Hvammsfjörðurinn þekktur af flestu örðu en fiskisæld.

Síldin þar á ekki á hættu að verða veidd, því síldveiðiskipin komast ekki yfir grynningarnar í Hvammsfjarðarröst. Fyrir hálfum mánuði fengu nokkur skip góðan afla á Breiðasundi, rétt við Stykkishólm, en það er við minni Hvammsfjarðar.

Annars heldur veiðin áfram í Grundarfirði, þar sem nokkur skip bíða nú birtingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×