Innlent

Leikið á klukkur Hallgrímskirkju

Leikið var á klukkuspil og lúðra í Hallgrímskirkjuturni í tilefni af aðventuhátið kirkjunnar sem haldin var í dag.

Jólandinn sveif yfir vötnum á aðventuhátíðinni sem haldin var í Hallgrímskirkju í dag. Dagskráin var fjölbreytt og var flutt jólatónlist fyrir gesti hátíðarinnar. Og það var ekki einungis spiluð jólatónlist fyrir þá heldur fengu íbúar í miðbænum einnig að hlýða á jólatóna í hádeginu, en þá var leikið klukkuspil í turni kirkjunnar.

Hörður Áskelsson orgelleikari Hallgrímskirkju sá um klukknaspilið fyrir miðbæinn og lék á hljómborð sem staðsett er í lítilli kompu í kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×