Innlent

Litháar reyndu að flýja land

Þrír Litháar sem eru í farbanni vegna gruns um stórtækt búðarhnupl úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu reyndu í gær að flýja land. Þegar lögreglan í Leifsstöð kom auga á mennina í innritunarsalnum tóku þeir til fótanna og komust undan.

Mennirnir eru enn ófundnir að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru níu Litháar í farbanni vegna rannsóknar málsins. Pólskum karlmanni sem var í farbanni vegna gruns um nauðgun á Selfossi tókst að flýja land í fyrradag.

Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir farbann veikt úrræði þegar menn ferðist til Evrópu þar sem ekki sé krafa um framvísun vegabréfa. Dómstólar þyrftu í auknari mæli að fallast á gæsluvarðhaldskröfu svo hægt sé að hafa eftirlit með þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×