Innlent

Rændu vinnuvélar

Í morgun var lögreglunni tilkynnt um innbrot í vinnuvélar á nýbyggingarsvæði í Goðanesi á Akureyri. Farið hafði verið inn í þrjár vinnuvélar á svæðinu í nótt og úr þeim teknar ýmis tæki.

Um hádegisbil handtók lögreglan síðan fernt grunað um verknaðinn. Þýfið fannst í fórum þeirra og er nú komið í réttar hendur aftur. Þess má geta að eigandi vinnuvélanna færði lögreglunni tertur og bakkelsi þegar hann sótti tækin á lögreglustöðna.

Málið er í rannsókn hjá lögregluni á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×