Innlent

Framkvæmdum í vegamálum á Vestfjörðum verði flýtt

MYND/Rósa

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á Kristján L. Möller samgönguráðherra að fylgja eftir samþykktum vestfirskra sveitarstjórnarmanna og flýta framkvæmdum í vegamálum á Vestfjörðum.

Í bréfi til ráðherra kemur fram að nefndin telji brýnustu verkefnin vera þverun Þorskafjarðar, heilsársvegtengingu frá Patreksfirði til Ísafjarðar og að stórbæta vegi á Ströndum.

Bent er á að umfangsmiklar samgöngubætur séu að verða að veruleika, þar á meðal göng mili Bolungarvíkur og Ísafjarðar, þverun Mjóafjarðar og gerð vegar um Arnkötludal en enn sé þó mjög langt í land til að samgöngur á Vestfjörðum geti talist fullnægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×