Innlent

Stjórn Þróunarfélagsins segir úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæga

MYND/Heiða

Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar telur mikilvægt að Ríkisendurskoðun ráðist í úttekt á starfsemi félagsins og segist hafa óskað eftir því fyrr á þessu ári.

Í tilkynningu segist stjórnin þess fullviss að úttekt Ríkisendurskoðunar leiði í ljós að farið að hafi verið í öllu eftir lögum um Þróunarfélagið við sölu fasteigna á Keflavíkurflugvelli. Ennfremur að unnið hafi verið samkvæmt þeim skilyrðum og fyrirmælum sem félaginu voru sett.

Þingmenn stjórnandstöðunnar hafa gagnrýnt sölu eigna á gamla varnarliðssvæðinu, meðal annars að þær hafi ekki farið í útboð og að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hafi setið beggja vegna borðs við eignasölu á vellinum.

Stjórn Þróunarfélagsins segir enn fremu í tilkynningu sinni að tilgangurinn með stofnun félagsins hafi meðal annars verið að koma fasteignum í eigu ríkisins á Keflavíkurflugvelli sem fyrst í arðbær borgaraleg not með það að markmiði að jákvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæðum áhrifum á nærsamfélagið verði haldið í lágmarki.

Þróunarfélagið hafi frá upphafi kallað eftir áhugasömum aðilum með hugmyndir um nýtingu eigna á svæðinu, meðal annars með áberandi auglýsingum með vísun í upplýsandi vef félagsins þar sem allar óseldar eignir ríkisins á svæðinu séu kynntar og söluskilmálar tíundaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×