Innlent

Játaði árás á leigubílstjóra

MYND/Vilhelm

Maðurinn sem handtekinn var í gær í tengslum við árás á leigubílstjóra við Hátún í fyrrakvöld gekkst við verknaðinum við yfirheyrslur hjá lögreglunni í gær.

Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, gaf maðurinn ekki aðrar ástæður fyrir verknaðinum en þær að hann vantaði peninga. Maðurinn reyndi að ræna leigubílstjórann og veitti honum áverka með hnífi og hnefa en hvarf svo út í náttmyrkrið.

Hann var hins vegar gripinn í Kringlunni um miðjan dag í gær eftir að leigubílstjórinn hafði gefið greinargóða lýsingu á honum. Að sögn Sigurbjörns Víðis var manninum sleppt að fenginni játningu og fer málið nú sína leið í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×