Innlent

Fjölbrautaskólanemar á Akranesi blekktu áhorfendur

Tveir sextán ára gamlir nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi blekktu áhorfendur Stöðvar tvö í gærkvöldi í frétt um leyninúmer Hvíta hússins. Fréttastofan hafði mælt sér mót við Vífil Atlason um miðjan dag á Akranesi. Vífill fékk hins vegar kunningja sinn, Ingvar Þórisson, til að mæta í viðtalið undir því yfirskyni að hann væri Vífill. Kvaðst Vífill hafa gert þetta eftir að Kastljós Ríkissjónvarpsins bannaði honum að mæta í viðtal við aðrar sjónvarpsstöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×