Innlent

Leggjast gegn mislægum gatnamótum við Bústaðaveg

Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis leggst alfarið gegn hugmyndum sem fram hafa komið um mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar. Íbúasamtökin segja slíka framkvæmd auka umferð verulega um Bústaðarveg og hann verði frekari slysagildra.

Hins vegar eru Íbúasamtökin Betra Breiðholt orðin langþreytt á ástandinu eins og það er núna og hafa kallað eftir mislægum gatnamótum.

Gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar eru ein þau umferðarþyngstu á höfuðborgarsvæðinu og á háannatímum myndast þar oft langar bílaraðir. Borgaryfirvöld vinna að varanlegri lausn í samráði við Vegagerðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×