Innlent

Enn þungt haldnir á gjörgæslu eftir slys við Straumsvík

Tveir karlmenn um fimmtugt liggja þungt haldnir á gjörgæslu Landspítalans í Fossvegi eftir harkalegan árekstur tveggja bíla úr gagnstæðri átt við Straumsvík síðdegis í gær.

Báðir gengust undir aðgerð í gær og er þeim enn haldið sofandi í öndunarvél. Þá var kona á fertugsaldri, ein farþeganna, útskrifuð af Landspítalanum í morgun með minni háttar meiðsl.

Reykjanesbrautin var lokuð í tvo og hálfan tíma eftir slysið. Mikil hálka var á veginum og einhverjar umferðartafir urðu á meðan lögregla rannsakaði vettvang.

Þá hefur gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið banaslysinu við Vesturgötu í Keflavík síðastliðinn föstudag verið framlengt til þriðjudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×