Innlent

Skorar á UST að taka út öryggismál við sundlaugar

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur skorar á Umhverfisstofnun að taka út öryggismál við sundlaugar um allt land í framhaldi af klórslysinu í Varmá í Hveragerði fyrr í vikunni.

Í ályktun frá stjórnni er slysið harmað og segir stjórnin ljóst að frjósamt veiðisvæði hafi orðið fyrir miklum skaða. Segir stjórnin enn fremur að slysið sé mikið áfall fyrir bæjarfélagið, veiðifélagið og SVFR sem leigutaka árinnar. Þessir aðilar verði af miklum tekjum þar sem allar horfur séu á að ekki verði hægt að veiða í ánni í ótiltekinn tíma.

SVFR lýsir sig reiðubúið til þess að vinna með bæjarfélaginu og veiðifélaginu að því að bæta það tjón sem orðið hefur. Leggur félagið mikla áherslu á að rannsóknir á orsökum og áhrifum slyssins verði ítarlegar og unnar af opinberum aðilum þannig að sem bestar upplýsingar fáist og hægt verði að gera áætlanir um uppbyggingu svæðisins á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×