Innlent

Súlan EA strandar rétt utan við Grindavíkurhöfn - þrettán um borð

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. MYND/Vilhelm
Fyrir nokkrum mínútum var Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna báts sem strandaði við varnargarðinn rétt utan við Grindavíkurhöfn. Um er að ræða síldarbátinn Súluna EA og eru þrettán manns um borð.

Sjólag er ágætt sem stendur og ekki er talin mikil hætta á ferðum. Björgunarsveit er komin á staðinn og verið er að koma taug í bátinn. Skipið stendur á grynningum og nú er að falla frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×