Innlent

Lögregla hljóp uppi dópaðan ökumann

Lögreglumenn á Akureyri hlupu í nótt uppi mann, sem reyndist hafa ekið bíl sínum undir áhrifum fíkniefna.

Þegar þeir hugðust stöðva hann í umferðinni, sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum og reyndi að stinga af. Það gekk ekki sem best vegna hálku svo hann stöðvaði bílinn og tók til fótanna, en sprakk á hlaupunum. Þá voru tveir ökumenn teknir í Reykjavík í nótt undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×