Innlent

Slapp vel í umferðaróhappi á Selfossi

Ökumaður slapp með skrekkinn þegar bifreið sem hann ók rann út af veginum og hafnaði á ljósastaur á Eyrarvegi á Selfossi um sjöleytið í kvöld. Enginn meiddist við óhappið en bifreiðin stórskemmdist að sögn lögreglunnar.

Þá var tilkynnt um vinnuslys í Kýrdal við Nesjavelli um sexleytið í kvöld. Maður sem var þar við jarðboranir datt af svokallaðri krafttöng og féll niður einn og hálfan metra. Hann vankaðist við höggið og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Þá fótbrotnaði maður þegar hann hrasaði í grunni byggingar í Hveragerði um þrjúleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×