Innlent

Slysið á Reykjanesbraut: Tveir í aðgerð

Tveir þeirra sem lentu í umferðarslysinu á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík eru alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans. Þeir fara í aðgerð og svo á gjörgæsludeild. Sá þriðji slasaðist minna en verður áfram á spítalanum til eftirlits.

Slysið varð um fimmleytið í dag með þeim hætti að jeppi og lítill sendibíll, sem voru að koma úr gagnstæðri átt, skullu saman. Veginum var lokað en til stóð að opna hann aftur rétt eftir klukkan sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×