Innlent

Mikið annríki hjá lögreglu og sjúkraliði

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mikið annríki er hjá lögreglu og sjúkraflutningamönnum þessa stundina. Auk alvarlegs umferðarslyss sem varð á Reykjanesbraut var sjúkrabíll kvaddur til vegna barns sem fékk hitakrampa í bíl á Reykjanesbraut.

Þá fór einn bíll út af veginum á Reykjanesbrautinni en ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega í því óhappi.

Loks var sjúkraliðið kallað að Nesjavöllum vegna slyss þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×