Innlent

Földu fíkniefni í peningaskáp

Karl og tvær konur, sem öll eru á þrítugsaldri, voru handtekin við húsleit í íbúð í miðborginni en þar fundust ætluð fíkniefni. Um töluvert magn af fíkniefnum var að ræða og voru þau falin í peningaskáp. Auk efnanna voru peningar í skápnum. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×