Innlent

Þrír á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut

Frá slysstað. Að minnsta kosti þrír voru sendir á slysadeild samkvæmt sjúkraflutningamönnum.
Frá slysstað. Að minnsta kosti þrír voru sendir á slysadeild samkvæmt sjúkraflutningamönnum. Mynd/ Stöð 2

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík um fimmleytið í dag þegar jeppi og lítill sendibíll rákust saman.

Litlar upplýsingar hafa fengist um slysið enn sem komið er, en sjúkraflutningamenn segja að þrír menn hafi verið fluttir á sjúkrahús.

Veginum hefur verið lokað og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki þarna á ferli að óþörfu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er gert ráð fyrir að umferð verði aftur hleypt um veginn um klukkan sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×