Innlent

Sakfellingu fyrir kynferðisbrot snúið við í Hæstarétti

Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart dóttur sambýliskonu sinnar.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sett fingur upp leggöng stúlkunnar og káfað á henni á heimili þeirra árið 2002. Hlaut hann 12 mánaða dóm í héraði, þar af níu skilorðsbundna.

Hæstiréttur segir að nokkur vissa um tímasetningu hins meinta brots skipti verulegu máli en óljóst sé af framburði stúlkunnar og móður hennar hvenær brotið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi neitað sök og framburður stúlkunnar hafi verið óljós og því ekki fram komin nægileg sönnun um sök hans. Var hann því sýknaður.

Einn dómari skilaði séráliti og taldi framburð stúlkunnar skýran og þótt stúlkan og móðir hennar myndu ekki nákvæmlega hvenær brotið hefði átt sér hans rýrði það ekki framburð þeirra. Vildi dómarinn staðfesta sakfellingu héraðsdóms og dæma manninn í 15 mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×