Innlent

Missti fót og fékk bætur

Karlmaður fékk í Hæstarétti í dag greiddar rúmar 5 milljónir frá íslenska ríkinu og skurðlækni á Landspítalanum. Maðurinn missti fót í maí árið 1998 sem rekja má til mistaka á aðgerð sem hann fór í árið áður.

Maðurinn var greindur með stóra æðagúla í báðum hnésbótum í janúar árið 1997 og fór í aðgerð vegna þess það sama ár. Vinstri fóturinn var síðan tekinn af honum fyrir ofan hné árið eftir.

Maðurinn fór fram á skaðabætur vegan þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af þeim sökum. Hvorki var deilt um þá útreikninga sem hann byggði bótakröfu sína á né fjárhæð kröfunnar samkvæmt þeim útreikningum.

Íslenska ríkið og læknirinn voru því dæmd til þess að greiða 5.634.613 með 2% ársvöxtum frá 24. maí 1998 til 5. desember 2001. Og einnig málsvarnarlaun upp á 1.600.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×