Innlent

Átta ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

MYND/GVA

Hæstiréttur dæmdi í dag Ara Kristján Runólfsson í átta ára fangelsi fyrir manndrápstilraun með því að stinga annan mann tvívegis með hnífi í brjóstkassa að húsi í Hátúni í apríl fyrr á þessu ári.

Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu um tvö ár. Ari undi sakfellingu héraðsdóms en krafðist mildari refsingar og lækkunar miskabótakröfu.

Í dómi Hæstaréttar sagði að ekkert hefði komið fram í málinu er varðaði Ara og hugarástand hans þegar hann framdi verknaðinn þannig að leitt gæti til lækkunar refsingar hans.

Var þá sérstaklega tekið fram að í ljós hefði komið að hending ein hefði ráðið því að fórnarlamb hans hefði ekki látist samstundis og að það hefði verið fyrir sérstakt snarræði lækna að lífi hans var bjargað. Þótti átta ára dómur því hæfileg refsing en Ari var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×