Innlent

Sýslumaður vill skerpa á reglum um farbann

Andri Ólafsson skrifar
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að skerpa þurfi reglur um farbann. Þetta segir Ólafur eftir að upp komst að Pólverji, grunaður um nauðgun í bænum, rauf farbann í gær og flúði land.

Lögreglan á Selfossi geymdi vegabréf mannsins en auðvelt er að komst úr landi án þess. Til dæmis með því að að framvísa debet eða kreditkorti.

"Það þarf að tryggja það að þetta verði virkara úrræði," segir Ólafur Helgi um farbannsúrræðið. Hann vill að skoðað verði hvort koma megi á tilkynningarskyldu fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þeir sem sættu slíkum úrskurði myndu þá þurfa að láta vita af sér á lögreglustöð með reglulegu millibili. Þannig mættui tryggja frekar að farbannið verði ekki rofið eins og gert var í gær.

Þá heyrir Vísir þær hugmyndir úr röðum lögreglumanna að staðsetningartækjum verði komið fyrir á þeim sem sæta farbanni. Þeir sem mæla fyrir þeirri hugmynd segja að þannig sé með öruggum hætti hægt að tryggja að farbann verði ekki rofið.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi segist gera ráð fyrir því að lýst verði eftir Przemyslav Pawel Krymski, sem stakk af úr landi í gær, hjá Interpol.

Hann sagði að eftirlit eftir félögum hans tveim, sem einnig eru grunaðir um aðild að sömu nauðgun, verði hert.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×