Innlent

Reyndu að smygla 700 gr af kókaíni til landsins

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Sex karlmenn af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25-44 ára hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að reyna að smygla rúmum 700 grömmum af kókaíni til landsins. Fyrirtaka var í máli þeirra í héraðsdómi dag.

Fram kemur í ákæru að efnin hafi verið flutt hingað til lands frá Hollandi um Danmörku í tvennu lagi og hafi verið ætluð til sölu. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir að skipulagt og staðið að smyglinu og þrír þeirra fyrir að hafa tekið á móti efnunum og flutt þau hingað til lands í tvennu lagi. Þá er sjötti maðurinn ákærður fyri hlutdeild í fíkniefnabroti með því að hafa aðstoðað við innflutning fíkniefnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×