Innlent

Lögregla krefst framlengingar gæsluvarðhalds

Andri Ólafsson skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað.

Pólverjinn sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða Kristins Veigars Sigurðssonar var leiddur fyrir dómara í dag.

Gæsluvarðhaldið sem hann var úrkskurðaður í um síðustu helgi rennur út í dag. Lögreglan í Kefavík krefst þess að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi út næstu viku.

Pólverjinn er grunaður um að hafa ekið á hinn fjögurra ára gamla Kristinn Veigar á Vesturgötu í Keflavík á föstudaginn síðasta og stungið af vettvangi. Kristinn Veigar lést daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×