Innlent

Hlíðarfjall opnað í dag

MYND/Ægir Þór

Skíðaveturinn hefst í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag þegar opnað verður fyrir almenning í lyfturnar Fjarkann, Auði og Stromplyftu.

Lyfturnar verða opnaðar klukkan fimm og verða aðrar lyftur opnaðar á næstu dögum eftir því sem snjóalög leyfa. Fram kemur í tilkynningu frá staðarhöldurum í Hlíðarfjalli að opnunin nú sé hinu öfluga snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli að þakka að öllu leyti.

Kerfið er rekið með stuðningi Vina Hlíðarfjalls sem er hópur fyrirtækja, sem öll eru leiðandi í íslensku atvinnulífi og vilja með starfssamningnum renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, eins og segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×