Innlent

Náttúruundur í hafnarmynni Grundarfjarðarhafnar

Síldaraflinn af sára litlu svæði utan hafnarmynnis Grundarfjarðarhafnar nær í dag hundrað þúsund tonna markinu, og líkja sjómenn vertíðinni við náttúruundur.

Þar eru nú tíu skip og bíða birtingar því síldin veiðist ekki að næturlagi. Sáralítið sem ekkert hefur veiðst af síld annarsstaðar við landið og ekkert út af Austfjörðum þar sem jafnan var mjög góð síldveiði en ekki fékkst branda vestur af landinu eins og núna.

Sjómenn segja það ekkert annað en undur og stórmerki að það skuli vera hægt að stunda heila vertíð á sama blettinum, þegar til dæmis þurfi að elta loðnuna í kring um meira en hálft landið á meðal vertíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×