Innlent

Ljósleiðari í sundur við Skálanes, viðgerðarmenn á leiðinni

Verktaki sleit í sundur ljósleiðara við Skálanes við Þorskafjörð um klukkan átta í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá Mílu. Viðgerðamenn munu vera á leiðinni á staðinn en búið er að staðsetja slitið.

„Þetta hefur í för með sér að hægagangur verður á internetsambandi á Vestfjörðum meðan á viðgerð stendur yfir. Talsímasamband er á varaleiðum, útsendingar Ríkisútvarpssins hafa legið niðri vegna slitsins en unnið er að því að koma þeim á varasamband," segir einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×