Aðgerðir í málum öryrkja og aldraðra alltof litlar og götóttar 6. desember 2007 10:55 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja, sem kynntar voru í gær, alltof litlar og götóttar. Þetta kom fram við umræðu við upphaf þingfundar í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og kynnti fyrir þingheimi þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í á næstu tveimur árum. Meðal þess er að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka aldraðra og öryrkja og þá á einnig að hækka frítekjumark á mánuði úr 25 þúsund í 100 þúsund. Sagði Geir von á fleiri aðgerðum á kjörtímabilinu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Steingrímur sagði ástæðu til að fagna því að ríkisstjórnin hrykki upp af dvalanum og sýndi lit. Benti hann á að þingflokkar Vinstri - grænna og Fjrálslynda flokksins hefði lagt til í frumvarpi að fimm milljarðar færu strax inn í málaflokkinn á næsta ári. „Þetta eru því miður alltof litlar og götóttar aðgerðir," sagði Steingrímur og benti á að kjör aldraðra og öryrkja væru að versna. Þannig myndu komugjöld á heilbrigðisstofnunum hækka á næsta ári og þá hefði húsnæðiskostnaður einnig hækkað gríðarlega. Sagði hann að það væri með blendnum tilfinningum að hann fagnaði að ríkissstjórnin sýndi lit en vonbrigði væru að aðgerðirnar kæmu svona seint, væru svona litlar og götóttar. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokknum, fagnaði kjarabótum til þeirra sem minnst hafa í samfélaginu og sagði þetta í samræmi við þær kjarabætur sem gerðar hefðu verið á síðustu árum. Hann óttaðist þó að enn væri verið að skilja eftir þá hópa eftir sem sárast væru settir. Þá sagði hann ríkisstjórnina verða að gá að sér því versti þjófurinn á Íslandi væri verðbólgan og vinna yrði gegn henni. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda glokksins, sagði flokkinn fagna því að lögð væri áhersla á að bæta kjör þeirra sem verst væru settir. Þá minnti hann á frumvörp frjálslyndra í þessum efnum og sagði ríkisstjórnina hafa með aðgerðum sínum tekið undir tillögur þeirra. Þessar aðgerðir væru áfangi á réttri leið en gera þyrfti betur við aldraða og öryrkjar.Stjórnarliðar sögðu að hér væri verið að taka gott skref í átt til bættra kjara aldraðra og öryrkja. Sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að Steingrímur J. Sigfússon væri í gamalkunnum neikvæðnisham en hrósaði formanni Framsóknarflokksins og Kristni H. Gunnarssyni fyrir málefnalega umræðu. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja, sem kynntar voru í gær, alltof litlar og götóttar. Þetta kom fram við umræðu við upphaf þingfundar í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og kynnti fyrir þingheimi þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í á næstu tveimur árum. Meðal þess er að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka aldraðra og öryrkja og þá á einnig að hækka frítekjumark á mánuði úr 25 þúsund í 100 þúsund. Sagði Geir von á fleiri aðgerðum á kjörtímabilinu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Steingrímur sagði ástæðu til að fagna því að ríkisstjórnin hrykki upp af dvalanum og sýndi lit. Benti hann á að þingflokkar Vinstri - grænna og Fjrálslynda flokksins hefði lagt til í frumvarpi að fimm milljarðar færu strax inn í málaflokkinn á næsta ári. „Þetta eru því miður alltof litlar og götóttar aðgerðir," sagði Steingrímur og benti á að kjör aldraðra og öryrkja væru að versna. Þannig myndu komugjöld á heilbrigðisstofnunum hækka á næsta ári og þá hefði húsnæðiskostnaður einnig hækkað gríðarlega. Sagði hann að það væri með blendnum tilfinningum að hann fagnaði að ríkissstjórnin sýndi lit en vonbrigði væru að aðgerðirnar kæmu svona seint, væru svona litlar og götóttar. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokknum, fagnaði kjarabótum til þeirra sem minnst hafa í samfélaginu og sagði þetta í samræmi við þær kjarabætur sem gerðar hefðu verið á síðustu árum. Hann óttaðist þó að enn væri verið að skilja eftir þá hópa eftir sem sárast væru settir. Þá sagði hann ríkisstjórnina verða að gá að sér því versti þjófurinn á Íslandi væri verðbólgan og vinna yrði gegn henni. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda glokksins, sagði flokkinn fagna því að lögð væri áhersla á að bæta kjör þeirra sem verst væru settir. Þá minnti hann á frumvörp frjálslyndra í þessum efnum og sagði ríkisstjórnina hafa með aðgerðum sínum tekið undir tillögur þeirra. Þessar aðgerðir væru áfangi á réttri leið en gera þyrfti betur við aldraða og öryrkjar.Stjórnarliðar sögðu að hér væri verið að taka gott skref í átt til bættra kjara aldraðra og öryrkja. Sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að Steingrímur J. Sigfússon væri í gamalkunnum neikvæðnisham en hrósaði formanni Framsóknarflokksins og Kristni H. Gunnarssyni fyrir málefnalega umræðu.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira