Innlent

Lögregla grunar ákveðinn mann um árásina

Manns sem réðst á leigubílstjóra við Hátún rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi er enn leitað. Lögregla segist hafa einn mann grunaðann í málinu en lýsing leigubílstjórans á manninum kom lögreglunni á sporið.

Maðurinn veitti leigubílstjóranum áverka með eggvopni og hnefa og krafði hann um peninga. Síðan tók hann til fótanna og hvarf út í náttmyrkrið, en leigubílstjórinn þurfti að leita aðhlynningar á Slysadleild. Maðurinn er talinn vera 25 til 30 ára, er grannvaxinn með ljósan skegghýjung. Hann var í hvítri hettupeysu með hvíta húfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×