Innlent

Best að neyta græns tes í hófi

Umhverfisstofnun varar við ofneyslu á grænu tei í töflu-, duft- eða vökvaformi og segir það geta valdið skaða á lifrinni.

Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að grænt te hafi orðið vinsælt vegna hugsanlegrar jákvæðra áhrif á líkamsstarfsemina. Bent hefur verið á að í grænu tei séu efni sem dregið geti úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og úr myndun ýmissa krabbameina en það sé ekki fullsannað.

Það hafi hins vegar færst í vöxt að markaðssetja töflur, hylki, duft eða sterkan vökva með með grænu tei en í þeim sé mun meira magn af virkum efnum en í hefðbundnum tebolla. Ofneysla slíkra efna geti valdið skaða og vitað sé um tilvik þar sem alvarlegar breytingar á lifrarstarfsemi hafa verið raktar til neyslu á vörum úr grænu tei. Því hvetur Umhverfisstofnun fólk til að neyta græns tes í hófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×