Innlent

Nær allur fiskur virðist dauður í Varmá

Nær allur fiskur virðist vera dauður í Varmá við Hveragerði, neðan staðarins þar sem 800 lítrar af klór runnu út í ána vegna vangár við vörslu klórsins.

Það sem gerir þetta mengunarslys enn alvarlegra er að nær allur fiskur, bæði staðbundinn fiskur og sjógöngu fiskur er í ánni um þetta leiti árs og því ekki að vænta að fiskur gangi úr hafi í ánna fyrir næsta veiðitímabil.

Vonir eru þó bundnar við lifandi fisk ofan við sjáfan slysstaðinn og að helstu hrygningastöðvar fiskjarins eru ofan við hann þannig að klakið gæti heppnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×