Innlent

Lögregla leitar árásarmanns

Ráðist var á leigubílstjóra við Hátún 6 á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða tilraun til ráns.

Að sögn lögreglu réðist árásarmaðurinn að bílstjóranum með einhverskonar eggvopni og særði hann á handlegg. Auk þess hlaut bílstjórinn áverka í andliti eftir hnefahögg. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og leitar lögreglan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×