Innlent

Rúmlega 40 prósenta árangur af tæknifrjógvunum hér á landi

1683 börn fæddust hér á landi eftir tæknifrjógvanir á árunum 1991 til 2007 samkvæmt því sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Alls fóru fram 4595 glasafrjóvganir á þessum tíma og var árangurinn því 40,8 prósent.

Steinunn Valdís vakti athygli á tæknifrjóvgunum í fyrirspurn sinni og sagði ófrjósemi væri vaxandi vandamál. Hún hefði nú verið skilgreind sjúkdómur.

Þá benti hún að tæknifrjóvganir hafi hafist hér á landi árið 1991 á glasafrjóvgunardeild Landspítalans en árið 2004 var tæknifrjóvgunin flutt til einkafyrirtækisins Art Medica sem gert hefði samninga við ríkið. Hefði Art Medica náð góðum árangur sem vakið hefði athygli um allan heim.

Spurði Steinunn meðal annars hversu margir hefðu farið í tæknifrjóvgun frá árinu 1991 og hver árangurinn hefði verið og hver kostnaðurinn hefði verið vegna slíkra aðgerða síðustu þrjú ár. Jafnframt spurði hún hvort biðlistar væru eftir meðferð hjá Art Medica.

Í svari heilbrigðisráðherra kom fram að engir biðlistar væru hjá Art Medica. Þá sagði hann kostnað við glasafrjógvun hafa numið 7,2 milljónum árið 2004 og ríkið hefði greitt 2,9 milljónir af því. Árið 2007 hefði 53 milljónum verið varið í glasafrjóvganir og ríkið hefði greitt um 25 milljónir af því.

Steinunn sagði eftir svörin að ræða þyrfti þessi mál í betra tómi á Alþingi, þar á meðal starfsemi Art Medica en samningar við fyrirtækið væru nú lausir. Sagði hún 40,8 prósenta árgangur góðan hjá félaginu og fagna bæri því



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×