Innlent

Bónus tekur sprittkerti úr sölu

Bónus hefur ákveðið að innkalla poka með 50 stykkjum af sprittkertum. Kvörtun hefur borist frá viðskiptavini um að kerti hjá honum hafi í raun sprungið eða orðið alelda og hvetja forsvarsmenn Bónus fólk til að taka enga áhættu heldur skila viðkomandi kertum í næstu verslun fyrirtækisins.

Kertin eru frá einum stærsta kertaframleiðanda í Evrópu og er málið í skoðun þar. Bónus hefur tekið kertin úr sölu þar til niðurstaða fæst hjá framleiðanda vörunnar.

Strikamerki vörunnar er 20037932.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×