Skerðing vegna tekna maka afnumin Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2007 18:35 Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira