Innlent

Dæmdur fyrir að hrækja framan í lögregluþjón

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag tvo karlmenn fyrir að hindra lögreglu á Ísafirði við störf.

Mönnunum var gefið að sök að hafa truflað störf lögreglumanns þegar hann hafði afskipti af manni við veitingastað á Ísafirði. Mennirnir hrópuðu að lögreglumanninum að láta mannin lausan, neituðu að víkja frá og ýttu þannig við lögreglunni að maðurinn sem átti að handataka slapp. Þá var öðrum mannanna gefið að sök að hafa hrækt framan í lögregluþjóninn.

Mennirnir játuðu brot sín og var sá sem hrækti framan í lögreglumanninn dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi en hinum ber að greiða 60 þúsund krónur í sekt vegna brotsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×