Innlent

Samorka kaupir 150 þúsund ljósaperur

MYND/Heiða

Volta, sem er umboðsaðili OSRAM-pera á Íslandi, gerði á dögunum samning við fyrirtæki innan Samorku, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, um sölu á um 50 þúsund ljósaperum árlega næstu þrjú árin.

Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs Samorku en alls bárust þá 8 tilboð frá 7 fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að framlengja samninginn um tvö ár. Eftir því sem segir í tilkynningu er um að ræða allar perur sem Samorkufyrirtækin munu nota næstu þrjú árin og er stór hluti þeirra til götulýsingar.

Þetta er stærsti einstaki samningur um sölu á ljósaperum sem Volti hefur gert til þessa. Samorkufyrirtækin sem að samningnum standa eru Hitaveita Suðurnesja í Reykjanesbæ, Norðurorka á Akureyri, Orkubú Vestfjarða á Ísafirði og Orkuveita Reykjavíkur í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×