Innlent

Geta fengið skerðingu lífeyristekna bætta að hluta hjá TR

MYND/Pjetur

Þeir lífeyrisþegar sem fengið hafa skertar greiðslur frá lífeyrissjóðum sínum um síðustu mánaðamót geta margir hverjir fengið skerðinguna bætta að hluta til í formi hærri bóta frá Tryggingastofnun. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Þar er bent á að Tryggingastofnun hafi sent öllum lífeyrisþegum tekjuáætlun fyrir árið 2008 um miðjan nóvember en frestur til að skila breytingum á áætluninni rennur út 10. desember. Hvetur Tryggingastofnun þá sem hafa orðið fyrir skerðingu hjá lífeyrissjóðunum að skila inn tekjuáætlun næsta árs en þannig geti þeir fengið skerðinguna að hluta til bætta frá og með janúar á næsta ári.

Tryggingastofnun mun í lok þessa árs senda öllum lífeyrisþegum greiðsluáætlun fyrir árið 2008 þar sem allar forsendur eru birtar, þar með taldar þær tekjur sem liggja til grundvallar útreikningi stofnunarinnar. Viðskiptavinum gefst kostur svo á því að senda inn nýja tekjuáætlun hvenær sem er innan ársins 2008 og eru greiðslur þá leiðréttar til samræmis við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×