Fótbolti

Houllier og McCarthy orðaðir við Suður-Kóreu

Gerard Houllier
Gerard Houllier NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusambandið í Suður-Kóreu sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að annað hvort Gerard Houllier eða Mick McCarthy verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari fyrir vikulok.

Sambandið hefur átt í viðræðum við nokkra líklega eftirmenn Pim Verbeek á síðustu dögum en nú stendur valið milli Frakkans og Írans. "Niðurstaða liggur fyrir mjög fljótlega og útlit fyrir að þeir eigi báðir um helmingslíkur á að landa starfinu," sagði talsmaður sambandsins.

Houllier er líklega þekktastur fyrir að hafa stýrt Liverpool á sínum tíma, en hann náði síðast prýðilegum árangri með franska liðið Lyon. McCarthy hefur m.a. stýrt Sunderland og írska landsliðinu, sem náði fínum árangri undir hans stjórn á HM 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×