Varar við því að draga einfaldar ályktanir af PISA-könnun 5. desember 2007 11:21 MYND/GVA Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira