Innlent

Dauðir fiskar finnast á bökkum Varmár

Dauðir fiskar hafa þegar fundist á bökkum Varmár eftir að 800 lítrar af klór láku út í hana, þegar tappi á klórgeymi við sundlaugina í Hveragerði gaf sig aðfararnótt föstudagsins.

Þetta kemur fram á vefsíðu Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem hefur Varmá á leigu, og óttast menn þar á bæ mjög um afdrif lífríkis í ánni. Þar eru bæjaryfirvöld í Hveragerði einngi gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki látið vita af slysinu strax.

það var ekki fyrr en í gærkvöldi að þau gáfu út tilkynnningu um málið. Þar kemur fram að vatnalíffræðingi hafi verið falið að rannsaka lífríki árinnar, en að svo stöddu sé ekki hægt að fullyrða um áhrif atburðarins á lífriki hennar til lengri eða skemmri tíma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×