Innlent

Ungmenni sluppu ómeidd eftir bílveltu

Fimm ungmenni um tvítugt sluppu nærri ómeidd þegar bifreið þeirra fór út af Grafningsvegi við Hagavík um hálfníu í kvöld. Bíllinn valt niður gil og hafnaði 20-30 metrum frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er töluverð hálka á Grafningsvegi og er talið að það hafi valdið því að bíllinn fór út af. Lögreglan segir að ungmennin séu ekki mikið slösuð en bíllinn mjög mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×