Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40 prósent fyrir 2020 4. desember 2007 13:50 Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25-40 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt því sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra greindi frá á Alþingi í dag. Þórunn las upp minnisblað hennar og þriggja annarra ráðherra um stefnu í loftlagsmálum sem íslenska ríkisstjórnin hygðist leggja áherslu á á loftlagsráðstefnuninni í Balí sem nú stendur yfir. Þangað fer umhverfisráðherra um helgina. Fram kom í máli Þórunnar að ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna kvæði á um afdráttarlausar afleiðingar loftlagsbreytinga. Íslensk stjónvöld legðu ríka áherslu á að nýtt alþjóðlegt samkomulag fyrir öll helstu losunarríki en það samkomulag yrði til lykta leitt á fundi í Kaupmannahöfn 2009. Losun iðnríkja þyrfti að minnka um 25-40 prósent fyrir árið 2020 til þess að koma í veg fyrir það að hitastig á jörðinni hækkaði um meira en tvær gráður frá því sem það var fyrir iðnbyltingu. Að því myndi ríkisstjórn Íslands stefna. Þórunni gafst ekki tími til þess að lesa allt minnisblaðið og lauk Árni Mathiesen fjármálaráðherra við það en hann kom einnig að viðræðum ríkisstjórnarflokkanna um loftlagsmálin. Árni sagði að hafinn væri undirbúningur þess að Ísland geti nýtt sér sveigjanleikaákvæði Kyoto-bókunarinnar, sem heimila ríkjum að afla sér losunarheimilda með kaupum eða þátttöku í verkefnum erlendis, m.a. með svokallaðri loftslagsvænni þróunaraðstoð eða þátttöku fyrirtækja í verkefnum sem stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert nýtt í hugmyndum ríkisstjórnarinnar en gott væri að Ísland hygðist taka þátt í að ná sátt um nýjan loftlagssáttmála. Þá benti hann á að Íslendingar væru framarlega á sviði endurnýjanlegrar orku en þyrftu að taka sig á í neyslumálum. Sagði Ísland ekkert ætla að leggja af mörkum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væru engin fyrirheit um það hvað Ísland ætlaði að leggja af mörkum. Ísland ætlaði áfram að nýta sér sveigjanleikann og í raun ríkti stefnuleysi í málaflokknum. Minnisblaðið væri vandræðaleg tilraun til að breiða yfir það. Össsur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra benti hins vegar á að íslenska ríkisstjórnin hefði tekið undir það höfuðmarkmið að hlýnun jarðar yrði ekki meiri en tvær gráður. Sagði hann þær ákvarðanir vera nýtt ok á herðar Íslendinga og Ísland væri tilbúið að taka á sig þær skuldbindingar sem kæmu út úr viðræðum á alþjóðavettvangi. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, gagnrýndi Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra fyrir að gefa eftir í viðræðum við sjálfstæðismenn sem viljað hefðu undanþáguheimildir frá alþjóðasamningum í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra hefði þurft að éta ofan í sig áherslur sínar í umhverfismálum og hefði tapað glímunni við sjálfstæðismenn. Þórunn sakaði vinsti - græna um að fylgjast ekki með hvað væri rætt um í Balí. Málið snerist um að koma í veg fyrir tveggja gráðu hækkun á hitastigi á jörðinni og ákveðin markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Að því myndu íslensk stjórnvöld vinna. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25-40 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt því sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra greindi frá á Alþingi í dag. Þórunn las upp minnisblað hennar og þriggja annarra ráðherra um stefnu í loftlagsmálum sem íslenska ríkisstjórnin hygðist leggja áherslu á á loftlagsráðstefnuninni í Balí sem nú stendur yfir. Þangað fer umhverfisráðherra um helgina. Fram kom í máli Þórunnar að ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna kvæði á um afdráttarlausar afleiðingar loftlagsbreytinga. Íslensk stjónvöld legðu ríka áherslu á að nýtt alþjóðlegt samkomulag fyrir öll helstu losunarríki en það samkomulag yrði til lykta leitt á fundi í Kaupmannahöfn 2009. Losun iðnríkja þyrfti að minnka um 25-40 prósent fyrir árið 2020 til þess að koma í veg fyrir það að hitastig á jörðinni hækkaði um meira en tvær gráður frá því sem það var fyrir iðnbyltingu. Að því myndi ríkisstjórn Íslands stefna. Þórunni gafst ekki tími til þess að lesa allt minnisblaðið og lauk Árni Mathiesen fjármálaráðherra við það en hann kom einnig að viðræðum ríkisstjórnarflokkanna um loftlagsmálin. Árni sagði að hafinn væri undirbúningur þess að Ísland geti nýtt sér sveigjanleikaákvæði Kyoto-bókunarinnar, sem heimila ríkjum að afla sér losunarheimilda með kaupum eða þátttöku í verkefnum erlendis, m.a. með svokallaðri loftslagsvænni þróunaraðstoð eða þátttöku fyrirtækja í verkefnum sem stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert nýtt í hugmyndum ríkisstjórnarinnar en gott væri að Ísland hygðist taka þátt í að ná sátt um nýjan loftlagssáttmála. Þá benti hann á að Íslendingar væru framarlega á sviði endurnýjanlegrar orku en þyrftu að taka sig á í neyslumálum. Sagði Ísland ekkert ætla að leggja af mörkum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væru engin fyrirheit um það hvað Ísland ætlaði að leggja af mörkum. Ísland ætlaði áfram að nýta sér sveigjanleikann og í raun ríkti stefnuleysi í málaflokknum. Minnisblaðið væri vandræðaleg tilraun til að breiða yfir það. Össsur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra benti hins vegar á að íslenska ríkisstjórnin hefði tekið undir það höfuðmarkmið að hlýnun jarðar yrði ekki meiri en tvær gráður. Sagði hann þær ákvarðanir vera nýtt ok á herðar Íslendinga og Ísland væri tilbúið að taka á sig þær skuldbindingar sem kæmu út úr viðræðum á alþjóðavettvangi. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, gagnrýndi Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra fyrir að gefa eftir í viðræðum við sjálfstæðismenn sem viljað hefðu undanþáguheimildir frá alþjóðasamningum í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra hefði þurft að éta ofan í sig áherslur sínar í umhverfismálum og hefði tapað glímunni við sjálfstæðismenn. Þórunn sakaði vinsti - græna um að fylgjast ekki með hvað væri rætt um í Balí. Málið snerist um að koma í veg fyrir tveggja gráðu hækkun á hitastigi á jörðinni og ákveðin markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Að því myndu íslensk stjórnvöld vinna.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira