Innlent

Fundi Dags og Geirs frestað

Gunnar Valþórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Geir Haarde forsætisráðherra ætluðu að hittast í gær.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Geir Haarde forsætisráðherra ætluðu að hittast í gær. MYND/GVA

Fyrirhugaðar viðræður ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga í Hitaveitu Suðurnesja hafa enn ekki farið fram. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hefur umboð borgarráðs til þess að leiða viðræðurnar sem snúast eiga um framtíð HS. Þeir Dagur og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætluðu að hittast í gær en samkvæmt heimildum Vísis frestaðist sá fundur vegna atkvæðagreiðslu um fjárlögin á Alþingi í gær.

Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn, en á honum átti meðal annars að ræða stöðuna á boðuðu lagafrumvarpi Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, sem á að tryggja að náttúrruauðlindir verði í almannaeigu. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að ekkert verði hreyft við eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja, fyrr en lög Össurar liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×