Fótbolti

Aðstoðarþjálfari Austurríkis kokhraustur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andreas Herzog, aðstoðarþjálfari austurríska landsliðsins.
Andreas Herzog, aðstoðarþjálfari austurríska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Andreas Herzog, aðstoðarþjálfari austurríska landsliðsins, var heldur borubrattur eftir dráttinn í riðlakeppni í úrslitakeppni EM 2008.

Samkvæmt styrkleikalista FIFA er Austurríki með langslakasta lið keppninnar sem fer fram í Sviss og Austurríki. Liðið er í 91. sæti en til samanburðar má nefna að íslenska liðið er í 89. sæti listans.

„Það eru engir auðveldir leikir í riðlakeppninni þannig að við vissum vel að við myndum fá sterka andstæðinga. En ég held að að við megum vera ánægðir með þennan riðil."

Austurríki er í B-riðli ásamt Króatíu, Póllandi og Þýskalandi.

„Við getum vel unnið Pólland og Króatíu á góðum degi. Ég er þess vegna mjög sjálfsöruggur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×