Lífið

Ögmundur skemmti sér í brúðkaupi aldarinnar

Andri Ólafsson skrifar
Ögmundur og Valgerður á leið í kirkjuna.
Ögmundur og Valgerður á leið í kirkjuna.

Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu verkalýðsforkólfinn og alþingismanninn Ögmund Jónasson ganga inn í fríkirkjuna, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir voru gefin saman í gær.

Ögmundur hefur verið óhræddur við að gagnrýna íslenska auðmenn fyrir óhóf og kvartað undan misskiptingu í samfélaginu. Hann lét sig þó ekki vanta í veglegasta brúðkaup Íslandssögunnar.

"Ég sæki nú fjölskylduboð eins og aðrir," svarar Ögmundur hlæjandi þegar hann er spurður út í málið.

Hann heldur áfram og útskýrir að faðir eiginkonu sinnar, Valgerðar Andrésdóttur, og faðir brúðarinnar hafi verið systkinabörn.

"Það hafa ávaltt verið náin og sterk vináttubönd á milli þessara fjölskyldna," segir Ögmundur.

En hvernig var svo veislan?

"Ég skemmti mér ágætlega, eins og ég hef alltaf gert þegar ég hef verið í veislum með þessu góða fólki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×